Óvæntir dómar hafa fært vestrænum fjölmiðlum nýjar hættur, þar á meðal íslenzkum. Áður þurftu þeir bara að vara sig á meiðyrðamálum, sem hafa orðið sjaldgæfari. Nú er fremur kært fyrir árás á einkalíf. Ekki er lengur nóg til varnar að hafa sagt satt. Málskostnaður leiðir til tilmæla að ofan um að leggja minna upp úr uppljóstrunum og forðast þær, einkum ef þær eru þess eðlis, að öflugir aðilar geti höfðað mál út af þeim. Dómvenja hefur kælandi áhrif á uppljóstranir. Þurfa fréttamiðlar að fá tryggingu til að greiða kostað við málaferli? Gera tryggingafélög þeirra kröfu um geldfréttir?