Hvaða örvænting grípur Don Kíkóta Íslands og tefur hann frá stríðinu við vindmyllur? Ekki setur Ögmundur á meðan upp “stofur” til að lemja hið illa. Varla stöðvar hann klám, tóbak, vændi, happdrætti og landakaup útlendinga. Ekki þegar hann frílistar sig í Kína og Indlandi. Er hann kannski að ná sér í ferðalög áður en starfið hans hverfur? Að ræða neytendamál við Kínverja og Indverja! Hlýtur að vera grín, varla á slíkt málsvara hjá þessum stjórnum. Nóg er, að Ólafur Ragnar nuddi sér utan í ofbeldisfursta þriðja heimsins. En kannski lærir Ögmundur hjá Kínastjórn að hefta upplýsingar á internetinu.