Ögmundur Jónasson landvættur segir útlendinga leggja heil byggðarlög í rúst. Vill banna það eins og margt útlent; klám, vændi, hass og happdrætti. Ekki nefndi hann byggðarlögin. Kannski telur hann Grímsstaði á Fjöllum vera heilu byggðarlögin. Að venju er Ögmundur að fiska í gruggugu við að elta vinsældir þjóðrembinga. Munið eldvatn, glerperlur og þýzkt lífsrými úr eldhafi Evrópu, fyrri vindmyllur xenofóbans. Leikur landvætti gegn vondum útlendingum, sem vilja Íslandi illt. En fjölmiðlungar eru svo heimskir, að þeir spyrja ekki landvættina um dæmi. Ögmundur er orðinn, ekki landvættur, heldur Don Kíkóti.