Dónalegir vísindamenn

Punktar

Bandarískir eyðnisérfræðingar eiga erfitt með að tjá sig um fræði sín, af því að bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið, að þeir megi ekki nota dónaleg orð á borð við “homosexual” í skýrslum eða tölvupósti. Menn fá ekki vísindastyrki, ef þeir passa ekki orðalagið. Vísindamenn Heilsustofnunar ríkisins nota því dulmál til að stuða ekki ráðamenn. Einn þeirra orðaði það svo, að fræðimenn þurfi að ímynda sér, að þeir búi í Sovétríkjum Stalíns, þegar þeir eiga í samskiptum við stjórnvöld. Frá þessu segir Nicholas D. Kristof í New York Times.