Dónalegur ráðherra jórtrar

Punktar

Jón Bjarnason ráðherra sýndi í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi, að hann kann ekki mannasiði. Jórtraði af ákefð framan í okkur. Svaraði engri spurningu öðruvísi en út í hött. Var margspurður um fækkun ráðuneyta, einkum um fyrirhugað atvinnuvegaráðuneyti. Svaraði engu, talaði bara um vanda bænda vegna öskufalls. Jón Bjarnason telur greinilega ekki vera skyldu sína að ræða af viti við fólk. Egill Helgason lýsir honum réttilega sem absúrdista. Á alls ekki að vera í ríkisstjórn, heldur í framboði fyrir gnarrista. Þjóðin á ekki skilið að þurfa að þola þennan fáránlega dóna sem ráðherra.