Dónaskapur fræðitækna

Punktar

Fræðitæknum ber að sýna þjóðinni virðingu og verkum hennar. Óhæft er að þeir japli þvælu um vanhæfni þjóðarinnar til að smíða stjórnarskrá. Í nærri sjö áratugi mistókst Alþingi verkið. Því var á lögformlegan hátt farið í ferli, sem reyndist leysa málið. Með aþenskri slembilukku var valinn þjóðfundur, sem lagði línurnar. Síðan kaus Alþingi stjórnlagaráð til að semja uppkast að stjórnarskrá. Ráðið varð einhuga! Og loks var þjóðaratkvæði um lykilþætti málsins. Fræðitæknar telja rangt að hleypa fólki svona að vinnslu málsins. Þjóðinni nægi að segja já við fullgerðri stjórnarskrá. Svei fræðitæknum.