Dónastofnunin

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ætlaði að lána okkur fé í febrúar. Frestaðist í sjö mánuði og frestast enn. Ástæðan er IceSave. Sama gildir um seðlabanka Norðurlanda. Ætluðu að lána í febrúar og hafa ekki lánað enn. Ástæðan er IceSave. Hvorki sjóðurinn né Norðurlönd viðurkenndu samt ástæðuna. Hún er leyndó. Dónaskapur er að setja skilyrði án þess að viðurkenna, að það séu skilyrði. Almennt má segja um hegðun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, að hún er samfelldur dónaskapur. Ráðamenn sjóðsins halda öllum skýringum leyndum og tala ekki við þá, sem ætla að borga tjónið, þig og mig. Erum taldir þrælar.