Dr. Strangelove talar

Punktar

Nokkrir hershöfðingjar Nató vilja, að samtökin beiti atómvopnum í árásum á önnur ríki. Það eru John Shalikashvili frá Bandaríkjunum, Klaus Naumann frá Þýzkalandi, Lord Inge fá Bretlandi, Henk van den Breemen frá Hollandi og Jacques Lanxade frá Frakklandi. Segja: “The first use of nuclear weapons must remain in the quiver of escalation as the ultimate instrument.” Hér talar dr. Strangelove. George W. Bush forseti rekur stefnu árásar að fyrra bragði, “preemptive attack”. Rússland tók sér sama rétt um áramótin. Nató er komið með verra óráðshjal. Hershöfðingar þess eru að tapa í Afganistan.