Kaffihúsakeðjan Starbucks hefur dregið niður bandaríska fánann í Evrópu og hefur tekið niður minjagripi, sem minna á Bandaríkin. Kóka Kóla á í auknum erfiðleikum með að selja vöru sína í Evrópu. Ferðaskrifstofan TUI þorði varla að panta bandarískar flugvélar af ótta við andstöðu kúnna. Í Evrópu fjölgar þeim, sem forðast bandarískar vörur. Ýmis bandarísk fyrirtæki, svo sem Levi Strauss, eru að reyna í Evrópu að draga fjöður yfir uppruna sinn til að komast undan þessari andstöðu. Kevin J. O’Brien skrifar um þessi vandræði í International Herald Tribune.