Draga verður í land

Punktar

Í vímu hagstæðra skoðanakannana fyrri hluta ársins horfðu Píratar fram á sigur í haustkosningunum. Höfðu smíðað stefnuskrá, sem var miðuð við stærri hlut en kom upp úr kjörkössunum. Ég sagði strax, að ekki þýddi að setja öðrum það skilyrði, að þeir mættu ekki velja þingmenn til ráðherradóms. Auðvitað töluðu Píratar bara um sig sjálfa, því þeir geta ekki stýrt öðrum flokkum, allra sízt ef þeir eru jafnstórir. Því er ljóst, að Píratar þurfa að slá af ýtrustu kröfum eins og aðrir. Þar eru engin atriði ófrávíkjanleg. Meðan Píratar eru sömu stærðar og vinstri græn og Viðreisn+Björt framtíð mun hamingjan felast í hænuskrefum.