Dramatískt hástig

Punktar

Gaman er að lesa heimsendaspár hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Eðlilegur virðisaukaskattur “gengur af íslenzkri ferðaþjónustu dauðri” er tónninn í mótmælum þeirra. Ramakveinið ómar allt frá samtökum bílaleiga yfir í hótel og flugfélög. Ferðaþjónusta hefur um nokkurt skeið verið undanþegin vaski annarra atvinnugreina. Þarf nú að taka til hendinni eins og aðrir. En allt slíkt vekur hvarvetna yfirlýsingar um, að hvorki muni lengur gras vaxa né merar fyljast. Við þekkjum þennan plagsið frá samtökum atvinnulífsins, sem hafa allt á hornum sér. Hagsmunaaðilar tala ætíð í dramatísku hástigi.