Drangajökull

Frá Skjaldfönn á Langadalsströnd um suðurbrún Drangajökuls að Meyjardal norðan Drangaskarða.

Þessa leið var oft farið með rekavið, dreginn á klökkum.

Förum frá Skjaldfönn austur Skjaldfannardal og upp úr botni dalsins til norðurs fyrir vestan Jökulgil og síðan til austurs eftir Langahrauni. Þá förum við yfir jökulröndina í suðurbrún Drangajökuls, fyrst í austur og síðan í norðaustur, í 720 metra hæð. Næst sveigjum við austur að Kringluvatni, förum vestan við það og til norðurs niður í Meyjardal. Förum hann austanverðan, ausan við Meyjarvatn til strandar við eyðibýlið Krákutún sunnan Meyjarmúla við Bjarnarfjörð á Ströndum.

31,1 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Ófeigsfjarðarheiði, Hraundalsháls, Miðstrandir, Skjaldabjarnarvík, Þúfur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort