Drangaskarð

Frá Neskaupstað í Norðfirði um Drangaskarð til botns Mjóafjarðar.

Símalína er um skarðið.

Neðan við skarðið er Rósubotn, þar sem Rósa í Nesi breiddi lak á drang til að gera Ásláki á Krossi boð um ástarfund. Á svipuðum slóðum hrapaði hollenzk stúlka niður í Drangagil og lézt.

Förum frá Neseyri í Neskaupstað norður í Drangaskarð í 660 metra hæð við Skarðstind. Þaðan norður Ljósárdal að suðurströnd Mjóafjarðar. Með ströndinni til vesturs undir Lokatindi og Gilsártindi, Reykjasúlu og Mjóatindi, Hádegistindi og Miðdegistindi að Friðheimum í botni Mjóafjarðar.

20,3 km
Austfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Fönn, Viðfjörður, Gagnheiði eystri, Miðstrandarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins