Draugur gengur aftur

Punktar

Eftir langa ljúfa sumardaga kom myrkur og steypiregn. Gamalkunnug kjósendafæla kom á skjáinn. Draugurinn er útskrifaður enn einu sinni og genginn aftur til að ganga endanlega frá Framsókn. „Kominn heim“, ekki að eyðibýlinu Hrafnabjörgum, heldur í Garðabæinn. Ég er búinn að leita sóknarfæra, segir hann, látið það ekki slá ykkur út af laginu. Ekkert liggi á að kjósa fyrr en með nýju vori. Væntanlega er hann með í farteskinu ný ógnarloforð, sem slá út fyrri heimsmet hans í lok síðasta kjörtímabils. Hvað með hálfa milljón handa sérhverjum í borgaralaun? Hvað skyldi kveikja vonarneista í síðustu framsóknarhjörtunum?