Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa með frekari orkuver til stóriðju að gera. Hún sé búin að hleypa draugnum lausum og nú sé málið í höndum gráðugra heimamanna, til dæmis á Húsavík og í Skagafirði, þar sem forustumenn Samfylkingarinnar á staðnum taki höndum saman við forustumenn ríkisstjórnarflokkanna um að semja beint við erlend fyrirtæki. Hann orðar þetta ekki svona, en þetta er meiningin í hans texta. Hann telur þetta ekki þeim aðila að kenna, sem sleppti draugnum lausum. Hvort fólkið í landinu kaupir hundalógík ráðherrans er svo önnur saga.