Draumaskeið Bandaríkjanna var tími Roosewelt, Eisenhower, Kennedy, Carter og Nixon. Frá valdatíma Reagan hefur nýfrjálshyggja verið við völd í aldarþriðjung. Á þeim tíma hefur lögum og reglum verið breytt í þágu auðfólks. 1% fólksins hefur komizt yfir allan hagvöxt í 36 ár. Hin 99% hafa ekki fengið neitt af hagvextinum. Stéttaskipting er frosin, þú fæðist og deyrð í sömu stétt. Dýrar háskóladeildir nýfrjálshyggjunnar hafa predikað Hayek og Friedman. Sú frjálshyggja hefur stýrt meginstraumi hagfræðinnar. Það er fyrst eftir aldamótin, að til sögunnar kom ný hagfræði sem skýrði hvernig nýfrjálshyggjan væri að brotna upp, mörkuð dauðanum.