Sjálfstæðisflokknum hélt, að hollenzka fyrirtækið ECA mundi útvega 150-200 störf í hernaðarbrölti á Keflavíkurvelli. Undir þetta tók Samfylkingin, sem lærði græðgi í samstarfi við Flokkinn á sínum tíma. Vinstri grænir eyddu því hjali. Enda var þá þegar ljóst, að ECA var tilbúningur, skel utan um ekki neitt. Nú hefur það verið tekið til gjaldþrotaskipta. Saga málsins er dæmi um, hversu slefandi Sjálfstæðisflokkurinn og hægri armur Samfylkingarinnar eru út af tækifærum til hermangs. Ef þjóðin gáir ekki að sér, verða Kristján Möller & Co aftur komnir í samkrull út af alls konar draumórum um spillingu.