Fáir eða engir koma eins þvert á skoðanir mínar og Ragnar Árnason, prófessor kvótagreifanna. Hann dreymir um blöðruhagkerfið. Segir kreppuna búna, þegar staða ársins 2008 hafi verið endurheimt. Ég fæ hins vegar martröð af draumi Ragnars. Óttast, að aftur verði búin til sjónhverfing á kostnað framtíðar. Óttast ásókn í nýjar Kárahnjúkavirkjanir, óttast endurkomu 90% húsnæðislána, óttast hagstjórn krítarkortanna. Ég veit, að kreppan var búin, þegar við náðum sömu stöðu og 2005, fyrir tíð verstu blöðrunnar. Nú á orka okkar að fara í að greiða niður blöðruskuldir frá 2008, ekki í að hlaða upp nýjum.