Draumur um gamlingjaskatt

Punktar

Vinstri grænir eru komnir á hálan ís í draumum um skatta á auðfólk. Að svo miklu leyti, sem skattarnir eru dregnir af tekjum auðfólks, eru þeir í lagi. Þannig er hátekjuskattur nothæfur og enn betri er þó hækkun skatts á eigna- og fjármagnstekjur. Hann þarf að samræma launatekjuskatti. Vafasamari eru hugmyndir vinstri grænna um eignaskatt. Hann leggst meira eða minna á eignir, sem vegna hrunsins eru verðlausar. Eigendur verðlausra eigna geta ekki einu sinni losað sig við þær. Margir þeirra eru gamlingjar, sem ekki geta borgað eignaskattinn. Það eru eignatekjurnar, sem á að miða við.