Ég var í gær sakaður um að einfalda hluti of mikið. Það var ekki á vefnum, heldur maður, sem ég hitti. Hér með ætla ég að bæta úr því. Bandaríkjamenn eru ekki allir eins og hafa ekki allir sömu skoðanir á pólitík. Ekki frekar en Íslendingar. Til eru svo vinstri sinnaðir Bandaríkjamenn, að þeir eru á svipuðum nótum og hægri sinnaðir sjálfstæðismenn. Kannski svona tíu til fimmtán manns. Til er vinstri sinnað dagblað í Bandaríkjunum, The New York Times. Svo mikið, að það er í kallfæri við helztu hægri blöð Evrópu, France Soir, Times, Jyllandsposten, Junge Freiheit. En samt hægra megin við þau.