Í úthverfi einbýlishúsa, 10 km frá miðborginni, er háskólinn minn í Berlín. Hann var innréttaður í lágum húsum, sem sáust varla milli trjánna. Fór oft í viku með hraðlest að miðborginni. Fann ekki fyrir vegalengdum. Klofin Berlín var sameinuð með borgarmiðju í feiknarstórum og grænum Tiergarten á stærð við alla miðborg Reykjavíkur. Nú er flugvöllurinn Tempelhof í næsta nágrenni miðborgarinnar til ráðstöfunar vegna flutnings. Mikill meirihluti Berlínarbúa kaus um helgina, að þar yrðu ekki byggð hús til að þétta miðborgina. Heldur yrði þar feiknastór garður, miklu stærri en Tiergarten. Berlín er í senn afar dreifð og líflegasta borg í Evrópu. Reykvísk yfirvöld mættu gjarna fatta það.