Ítalir hafa löngum verið veikir fyrir froðusnökkum. Einu sinni höfðu þeir Mussolini. Hafa nú Silvio Berlusconi, Umberto Bossi og Gianni Alemanno. Hitlerskveðja og fasistasöngvar eru komnir til skjalanna. Lægri miðstéttir eru veikar fyrir svona trúðum. Þær hafa farið halloka í lífinu, enda hafa þjóðartekjur staðnað á Ítalíu. Spánverjar eru orðnir tekjuhærri. Við þessar aðstæður dreymir fólk um skjótar lausnir og því er lofað skjótum lausnum. Auðmenn eins og Berlusconi telja sig geta stjórnað ferðinni við slíkar aðstæður. Það héldu þeir líka fyrir stríð, á Ítalíu, Spáni og í Þýzkalandi.