Svanhildur Hólm misskilur hugtökin drottningarviðtal og kranaviðtal í viðtali 24 stunda við hana í dag. Hugtökin eiga við, þegar viðmælandinn er umdeilanlegur eða umræðuefnið umdeilanlegt. Þau snúast um, að einn vinkill er sýndur af manni eða máli, þótt tveir eða fleiri vinklar séu í stöðunni. Hugtökin eiga líka við, þegar viðmælandi fer óvænt út í umdeilanlega sálma. Saklaust viðtal getur breyzt í drottningar- eða kranaviðtal, ef blaðamaður gætir ekki að sér. Hugtökin snúast um, að blaðamaður lítur á viðmælanda sem eins konar drottningu eða Davíð og skrúfar frá krana einhliða málflutnings.