Drottningarviðtal Markaðarins við Sigurð Einarsson bankastjóra vakti fleiri spurningar en það svaraði. Sigurður er einn skúrkanna, sem kennir eftirliti um að slá ekki á fingur sér. Ef fjármálaeftirlitið hefði bannað IceSave, hefði IceSave ekki orðið til! Engin efi er í huga Sigurðar um, að það sé ekki honum sjálfum að kenna. Erfitt er að taka mark á svo firrtum manni í öðrum málum. Til dæmis þeirri fullyrðingu hans, að Davíð Oddsson hafi hatað bankann og viljað hann feigan. Nóg hefur Davíð gert af sér, en samt ekki þetta. Drottningarviðtal Binga spunakarls við krimmann var einskis virði.