Klassískt er í sögunni, að drottning sitji í hásæti í miðju ríki og vígamaður ólmist gegn óvinum á jaðri þess. Virðist líka vera farsælt hjá vinstri grænum. Fylgið er stöðugra en hjá sumum öðrum gamalflokkum. Katrín Jakobsdóttir situr á friðarstóli drottningar, vel metin af öllum, en varaformaðurinn á vígvellinum er blóðugur upp að öxlum. Björn Valur Gíslason sveik í kvótanum, en nær þó oft upp í efstu sæti á vinsældalista bloggsins. Eini pólitíkusinn, sem þangað nær, aðrir ná ekki máli. Slík verkaskipting gerði Frakkland að heimsveldi mataræðis. Drottning líður um veizlusal, en stríðsmaður hamast bullsveittur í eldhúsi.