Duglaust Evrópusamband

Punktar

Hávær er þögn Evrópusambandsins um hallarbyltingu forseta og afnám lýðræðis í Portúgal. Hún er versta atriðið í röð tilvika, sem sýna fram á, að sambandið er duglaust um lýðræði. Flækt í net bankstera, sem vilja endurheimta spilavítisfé sitt. Jafnvel Angela Merkel kanzlari harmaði kosningasigur krata í Portúgal og lagði lóð sitt í vogarskál hallarbyltingar. Í málum Grikklands og flóttamanna hafði sambandið áður sýnt innri vanmátt. Annars vegar er vont að hafa róna og smámenni í forustu fjölþjóðasambands. Hins vegar er sjálft kerfi sambandsins í megnu ólagi, samanber TTP og TISA afsal fullveldis og opin Schengen-landamæri.