Góð frétt af Seltjarnarnesi. Bærinn samdi við Þjóðminjasafnið og Háskóla Íslands um fimm ára rannsókn hringjanna við Nesstofu. Björn Rúriksson, flugmaður og ljósmyndari, tók eftir hringjunum fyrir tveim áratugum og myndaði þá. Grafið var í hringina og kom þá í ljós, að þeir voru hlaðnir af mannavöldum, misjafnir að ummáli, en nákvæmir að hringmáli og afar gamlir. Ekkert framhald varð af málinu, enda hafa fræðingar löngum átt erfitt með að kyngja óútskýrðum fornminjum. Eftir tveggja áratuga þögn um dularfullan þátt í sögu landsins hafa menn loksins brotið odd af oflæti sínu. Og kanna málið.