Dularfullur Kauphallarstjóri

Punktar

Fátt veit ég um forstjóra Kauphallarinnar, en varla getur hann komið fyrir sig orði. Í sjónvarpinu í gær virtist hann halda fram, að aðferð Arion við sölu á Símanum sé alvanaleg. Og þá væntanlega frambærileg. Hann virtist líka halda fram, að umræðan um græðgina og spillinguna kringum Arion og Símann væri dæmi um heilbrigði. Dálítið óvarlega orðað, kannski er hann á lyfjum. Loks virtist hann halda fram, að spillingin í Arion veikti ekki skráningu Símans á markaði. Kannski er hann eins og fleiri embættismenn ráðinn til að sjá fátt, heyra fátt og segja fátt af viti. Ekki lyftist gengi Kauphallarinnar við þessa framgöngu.