Undir forustu DV hafa hagsmunaaðilar kúgað slökkvistjóra Suðurnesja til að loka aðgangi fjölmiðla að samskiptakerfi brunavarna. Trausti Hafsteinsson blaðamaður dró á sjó mikla sveit sótrafta, sem voru sammála um, að opnunin væri afleit. Þar voru ónefndir brunaverðir, ýmsir slökkvistjórar, talsmenn Neyðarlínunnar og formaður félags brunavarða. Allt voru þetta menn, sem vörðu þægindi sín. Engan kallaði Trausti til sögunnar með aðra skoðun á málinu. Sigmundur Eyþórsson hefur neyðst til að loka aðganginum. Var þó opinn aðgangur tíðkaður áratugum saman í samræmi við gegnsæja stjórnsýslu.