Ef lögreglumenn eða aðrir opinberir aðilar yfirheyra aðstoðarmann Wikileaks á Íslandi, er það heimsfrétt. Við þurfum fyrst að fá að vita, hver þessi maður er og hvað hann segir um meinta yfirheyrslu. Ef þetta reynist rétt, er í kerfinu vanheill aðili, sem fer langt út fyrir verksviðið. Ríkisstjórninni ber skylda til að finna, hvað gerðist og hverjir eru ábyrgir. Ljóst er, að slíka menn þarf að reka úr opinberri þjónustu umsvifalaust. Gildir um þá, sem yfirheyrðu, og alla yfirboðara þeirra, upp úr. Ef hér er leyniþjónusta ríkisins undir bandarískum handarjaðri, þarf að uppræta hana í snarhasti.