Dylgjað um leynimenn

Punktar

Þorvaldur Gylfason prófessor segir ónefndan og fyrrverandi seðlabankastjóra hafa hitt sig í Hörpu. Sagt mikið af óhreinu fé vera í umferð hér á landi. Neitar að segja hver. Skömmu áður hafði Björn Valur Gíslason alþingismaður sagt ónefndan iðjuhöld hafa hótað að drepa Björn Val. Neitar að segja hver. Svona dylgjur hafa ekkert gildi og eiga ekkert erindi í umræðuna. Upplýsa þarf, hverjir leynimennirnir séu, svo hægt sé að ræða það og taka afstöðu. Annars verður að telja, að þeir séu ekki til. Ónýtt er að vitna í nafnlausa heimildamenn og fela sig að baki þeirra. Þorvaldur og Björn Valur eru gamaldags leyndó.