Árið 2010 fer valdhöfum illa að tala í dylgjum, líka Össuri Skarphéðinssyni. Hann segir embættismenn hafa verið viðriðna stríðsyfirlýsingu Davíðs og Halldórs gegn Írökum. Ekki dugar lengur að tala í dylgjum. Össuri ber skylda til að upplýsa aðdragandann. Hvað hafði gerzt, þegar Davíð og Halldór tóku prívatákvörðun um Írak án samráðs við ríkisstjórn og alþingi. Voru íslenzkir embættismenn milligöngumenn fyrir brezka og bandaríska stríðsglæpamenn? Nú sést, að stríðin gegn Írak og Afganistan voru eins geggjuð og ég hef alltaf sagt ykkur. Ekki verður lengur vikizt undan rannsókn íslenzkra stríðsglæpa.