Dyngjufjalladalur

Frá Suðurárbotnum um Dyngjufjalladal að Dreka við Öskju.

Förum frá Suðurárbotnum. Þar förum við þvert yfir Biskupaleið um Ódáðahraun. Frá fjallaskálanum Botna förum við suðaustur eftir jeppavegi yfir Ódáðahraun og austan við Fjallöldu förum við inn í Dyngjufjalladal. Förum suður allan dalinn meðfram Dyngjufjöllum að vestanverðu. Síðan vestan við Kattbeking og sunnan við hann komum við á fjallveg F910 um Ódáðahraun. Förum áfram suðaustur að vegamótum, þar sem Gæsavatnaleið liggur úr suðri. Við höldum áfram austsuðaustur að Flæðum Jökulsár á Fjöllum. Þaðan förum við norðaustur og milli Dyngjuvatns að vestan og Vaðöldu að austan. Þegar við komum að Vaðöldu, beygir leiðin norður að Dyngjufjöllum. Við förum norður með austurhlið þeirra að skálanum Dreka við leiðina inn í Öskju.

43,0 km s
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Stóra-Flesja: N65 18.407 W17 08.804.
Botni: N65 16.164 W17 04.061.
Dyngjufell: N65 07.495 W16 55.280.
Dreki: N65 02.493 W16 35.710.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Suðurá, Svartárkot, Krákárbotnar, Öskjuleið.
Nálægar leiðir: Biskupaleið, Suðurárhraun, Ódáðahraun, Gæsavötn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort