Dynjandisheiði

Frá Dynjandisvogi í Arnarfirði til Geirþjófsfjarðar í Suðurfjörðum.

Af þessari leið má fara um Hornatær og á Glámuheiði. Einnig út fjallið og að Kirkjubóli í Mosdal. Að norðanverðu er heiðin svo brött, að tæpast verður komizt með klyfjaðan hest.

Förum Dynjandisvogi sunnanverðum upp á Dynjandisheiði, að vegi 60. Þar er lélegur fjallaskáli. Beygjum þar suðsuðvestur að Trölladal inn af botni Geirþjófsfjarðar. Förum suðvestur í fjarðarbotn.

7,0 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt
Skálar:
Dynjandisheiði: N65 42.546 W23 12.323.

Nálægar leiðir: Afréttardalur, Kirkjubólsheiði, Geirþjófsfjörður, Tóbakslaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort