Í Guardian segir Jeremy Rifkin frá rannsóknum, sem benda til, að dýr hafi meiri greind og tilfinningar en menn hafa hingað til ætlað þeim. Þau stjórnist ekki af eðlishvöt einni, heldur finni sársauka, þjáningu, streitu og ástúð. Hann bendir á, að Evrópusambandið hafi tekið tillit til þessa með að setja reglur um rétt dýra til svigrúms, samfélags og leikja. Hann bendir líka á, að lögfræðideildir 25 háskóla í Bandaríkjunum séu farnar að kenna dýrarétt og að réttindi dýra séu staðfest í þýzku stjórnarskránni. Rifkin telur, að hraði þessarar þróunar muni aukast.