Munnáverkar fundust í um 45% keppnishrossa á Landsmóti hestamanna í sumar. Það er snögg aukning og endurspeglar aukna hörku í keppni. Notkun méla með tunguboga og stangarméla á hiklaust að banna strax. Ennfremur þarf að taka harðar á framkomu knapa við hesta á mótum. Spillingin lekur úr íþróttamótum yfir í gæðingamót og endar í kynbótadómum. Jafnvel þar skiptir knapinn meira máli en hesturinn. Sem er fráleitt, því slíkir dómar eiga að endurspegla kynbætur. Áratugum saman hef ég sagt hestamönnum, að knapar séu ekki þáttur erfða í hrossum. Ábyrgðarmenn kerfisins þurfa að fara að hlusta á gagnrýni.