Ferðir með leigubílum hafa hækkað í verði síðan verðið var gefið frjálst. Frjáls samkeppni kemur notendum ekki að gagni, því að aðgangur að rekstri leigubíla var ekki gefinn frjáls. Þar ríkir enn skömmtunarkerfi og þess vegna kemur frjálst verð ekki að gagni. Þetta er einmitt helzta einkenni einkavæðingar allra síðustu ára. Þar hefur verið gefið frjálst verðlag á þjónustu, sem áfram er einokun, þrátt fyrir breytinguna. Frjálst verð á rafmagni hefur þess vegna ekki lækkað rafmagnsverð. Frjálst verð á vatni mun gera það dýrara. Frjálst verð á heilsugæzlu mun líka gera hana dýrari.