Dýrasta prentvélin keypt

Fjölmiðlun

Ég tók einu sinni þátt í að velja prentvél fyrir fyrirtæki, sem nú heitir Ísafoldarprentsmiðja. Hún var prentstofa DV og síðar Fréttablaðsins. Við keyptum vél í ódýrari kantinum, kölluðum hana Fólksvagninn. Á þessum tíma vöktu prentvélakaup Moggans athygli útlendinga, sem ræddu prentvélar fyrir dagblöð. Mogginn keypti nefnilega dýrustu fáanlegu prentvél. Blaðið hefur síðan ekki getað staðið undir henni. Þetta á mikinn þátt í hruni blaðsins. Gífurlegur kostnaður á pappír og prentun kippti fótunum undan Mogganum. Sá kostnaður sparast, ef gefið er út á vefnum einum. Mogginn ætti að skoða það.