Dýrasti þingmaðurinn

Punktar

Sigmundur Davíð hefur ekki verið ráðherra í allt sumar. Samt hefur honum tekizt að halda aðstoðarmann, bíl og bílstjóra á ríkiskostnað. Líklega á grundvelli frekjunnar. En ríkið hefur allt annað við peningana að gera en að sóa þeim í frekan alþingismann. Þótt Sigmundur sé undarlegur, er hann ekki þvílíkt undur, að þjóðin þurfi að kosta undir það tvo aukamenn og einn bíl. Í þjóðfélaginu dofnar sífellt sú skoðun, að tilteknar persónur séu öðrum æðri. Ekki er hægt að hindra siðblinda í að telja það um sjálfa sig. En samfélaginu ber engin skylda til að halda uppi slíkum misskilningi. Betra er að gefa þeim pillur við hæfi.