Dyravegur

Gamla leiðin milli Reykjavíkur og Nesjavalla. Frá Elliðakoti.

Leiðin hefur verið malbikuð í Dyrfjöllum. Hestamenn hafa því fært sig norðar og fara nú yfirleitt um Jórukleif á leið sinni til Nesjavalla. Krókurinn er betri en malbikið.

Þessi leið milli móbergshnjúka Dyrfjalla er í senn fögur og sagnfræðilega mikilvæg, með meiriháttar þjóðvegum landsins á fyrri öldum, þegar ferja var á Sogi við Dráttarhlíð. Förum frá Elliðakoti eftir slóð til austurs um Stangarhól og sunnan við Lyklafell. Áfram förum við austur um Vallöldu og Norðurvelli að Hengli. Þar sveigir slóðin til norðurs með fjöllunum, fyrst um Engidal og síðan um Þjófahlaup. Einnig er hægt að taka krók um Marardal nær fjallinu. Þegar við nálgumst Nesjavallaleið förum við upp brekkur og á bílveginn um Dyrfjöll. Fylgjum honum það, sem eftir er leiðarinnar. Fyrst sunnan við Sköflung, síðan um Dyr og í miklum sveigjum og dýfum út úr fjallgarðinum ofan við Nesjavelli í Grafningi, þar sem er gisting og hestahagi.

5,1 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Nálægir ferlar: Jórukleif, Elliðaárdalur, Rauðavatnshringur, Rauðhólahringur.

Nálægar leiðir: Kóngsvegur, Mosfellssveit, Elliðavatn, Þrengsli, Ólafsskarð, Dráttarhlíð, Hagavík, Ölfusvatnsá, Marardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort