Fyrir aldarþriðjungi sótti ég um húsnæðisstjórnarlán, en fékk ekki. Því að ég neitaði að væla út lán hjá pólitískum stjórnarmönnum. Skömmu síðar var sú spilling aflögð. 1981-2002 gaf ég út 20 bækur um hesta og erlendar stórborgir. Hvorki voru sagðar fréttir af þeim í Mogga né birtir ritdómar um þær. Mér skildist, að Styrmir Gunnarsson vildi, að ég gengi á fund hans og vældi þjónustu út úr honum. Mér datt það ekki í hug. Því ríkti alger þögn á blaðinu um bækurnar. Spilling Styrmis var lífseigari en spilling húsnæðismálastjórnar. En nú er henni líka lokið, þannig fer heimsins dýrð.