Daniel Altman telur í New York Times, að Bandaríkin hafi ekki ráð á heimsveldisdraumum George W. Bush forseta. Stærsti skuldunautur heimsins geti ekki leikið einleik í alþjóðamálum. Aukin spenna milli Bandaríkjanna og ýmissa fyrri bandamanna þeirra dragi úr trausti alþjóðlegra fjárfesta á Bandaríkjunum og spilli fyrir samkomulagi í viðskiptadeilum. Stóraukinn halli á fjárlögum ríkisins magni enn vantrú alþjóðlegra fjárfesta. Útlendingar séu ekki hrifnir af að fjármagna stríð við Írak og stórfelldan niðurskurð skatta. Og bandarískar vörur og bandarísk þjónusta muni sæta vaxandi óvinsældum á alþjóðlegum markaði.