Dýrt Framsóknar-skrum

Punktar

Jafnvel Bjarni Benediktsson veit, að vandi Íbúðalánasjóðs stafar af mistökum fyrri ríkisstjórnar að frumkvæði Framsóknar. Árni Magnússon ráðherra hafði í gegn árið 2004 eitt versta lýðskrumið í sögu lýðveldisins. Þá hófust 90% lán til íbúðarkaupa. Þau töldu fólki trú um, að hægt væri að eignast íbúð fyrir nánast ekki neitt. Leiddi til greiðslubrests, þegar hrun græðgisstefnunnar árið 2008 hækkaði skuldir upp í rjáfur. 90% lánin voru sjúkleg óskhyggja, pólitískt ævintýri, er kynti undir eignabólunni og sprakk í andlit skuldara. Enn erum við að frétta af tillögum um hliðstæðar patentlausnir í nútímanum.