Sicko varar Evrópu við að feta í bandarísk heilbrigðisspor. Svört kvikmynd Michael Moore um bandaríska spítala og tryggingar hefur vakið athygli. Þess vegna eru draumar nýja íhaldsins um einkavæðingu heilsugeirans á flótta í Evrópu. Samt gæla sumir enn við hana á Íslandi. Við sjáum í bíómyndinni, hvernig slíkt muni fara. Ekki þarf að sjá neina bíómynd til að átta sig á, að einkavæðingin verður mjög dýr. Bandarískt heilbrigðiskerfi er langdýrast í heimi miðað við íbúafjölda. Samt nær það ekki til tugmilljóna fólks. Það er utan kerfis. Það hefur ekki tryggingar eða hefur of lélegar tryggingar.