Villa Giulia
Við tökum leigubíl að Villa Giulia, sveitasetri páfans Juliusar III, hönnuðu af Vignola 1551, þar sem er safn etrúskra minja. Etrúrar eru taldir hafa komið frá Litlu-Asíu í lok 8. aldar f.Kr. Þeir réðu Róm og stórum svæðum á Ítalíu, áður en Rómverjar tóku við í lok 6. aldar f.Kr. Þessar þjóðir runnu síðan saman á 1. öld f.Kr.
Af gripum safnsins er frægast steinkistulok frá lokum 6. aldar með leirstyttu af hjónum á hvílubekk.
Frá Villa Giulia göngum við eftir Viale delle Belle Arti að Galleria Nazionale d’Arte Moderna í höll frá 1911, þar sem sýnd er ítölsk list frá 19. og 20. öld