Í vefriti Greenpeace mælir Rémi Parmentier með því, að samtökin hætti að amast við smávægilegum hrefnuveiðum Íslendinga og reyni frekar að vinna Íslendinga til fylgis við mikilvægari sjónarmið Greenpeace, svo sem að hvalveiðar verði ekki auknar. Hann telur, að Íslendingar séu opnir fyrir því og einnig fyrir því, að hvalaskoðun sé verðmætari en hvalveiðar. Íslendingar séu í eðli sínu náttúrverndarsinnar og séu eðlilegir bandamenn Greenpeace, en ekki andstæðingar.