Eðlilegt er, að Sjálfstæðis og Samfylkingin vinni saman. Þau spanna yfir hægri og vinstri miðjuna og hafa góðan meirihluta. Framsókn og Vinstri grænir eru meiri jaðarflokkar, Framsókn orðin yzt til hægri í formennsku Jóns Sigurðssonar. Sjálfstæðis og Samfylkingin munu ná millilendingum, til dæmis í meiri hægagangi á stórvirkjunum og stóriðju. Báðir eru flokkarnir eindregið fylgjandi markaðskerfi í hagmálum. Merkast við þetta samstarf er, að Sjálfstæðis hefur loksins vaxið frá arfi Davíðs Oddssonar. Áhrif hans í flokknum eru nú engin, þegar Ingibjörg Sólrún er orðin sætust á ballinu.