Ef ég væri Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, mundi ég harðneita að lána Íslandi. Mundi neita að láta peninga mína í hendur Davíðs og Geirs og Ingibjargar. Fyrst krefjast þess, að ruglaður eftirlaunapólitíkus viki úr Seðlabankanum. Heimta, að nýtt fólk verði skipað yfir Fjármálaeftirlitið. Mundi heimta, að handstýringu verði hætt í bankabrölti, einkavinagælum og ríkisstyrkjum. Bankamálum hefur verið þannig stjórnað á landinu allt þetta ár, að vonlaust er að treysta neinum valdamanni. Ef ég væri Sjóðurinn, mundi ég krefjast afsagnar þeirra allra. Þar á meðal afsagnar ríkisstjórnarinnar í heild.