Á píratavefnum er áhugavert spjall um ríkisrekstur og einkavæðingu. Á köflum fer deila einkasinna og samfélagssinna út í köll og læti, en það er bara ágætt í bland. Einkasinnar eru þarna öflugur minnihluti. Nota þekktar kennisetningar úr kredduritum sínum. Rökin eru úr hugarheimi höfunda kreddurita. Reynsla þjóða er haldbetri en rökin. Hún er áþreifanleg. Komin næg reynsla af einkarekstri innviða í Bandríkjunum og einkavæðingu í Bretlandi og á norðurlöndum. Einkarekstur heilsu í Bandaríkjunum er tvöfalt dýrari og gagnast bara hálfri þjóð. Í Bretlandi hrannast upp dæmi um verri heilsuþjónustu og sama er byrjað á norðurlöndum. Einkastefnan fetar í átt til Albaníu Ásdísar Höllu, þú færð fína þjónustu, ef þú getur borgað.