Ef þú værir ríkur

Punktar

Ef þú værir ríkur, geturðu borgað tíu milljónir fyrir lifrarbólgulyf og læknast  að fullu, annars ekki. Ef þú værir ríkur, geturðu borgað hálfa milljón fyrir 2 augasteina fyrir hádegi. Annars verður þú að bíða þrjú ár, þangað til það er of seint að skipta. Ef þú værir ríkur, ferðu til tannlæknis, fáir þú verk, annars verður þú að láta það eiga sig. Ef þú værir ríkur, mundir þú leysa út reseftið þinn strax, annars mundir þú bíða til mánaðamóta. Þetta eru dæmi um kolbrenglað heilsukerfi Sjálfstæðisflokksins, engin bið fyrir ríka, biðröð eða dauði fyrir fátæka. Ekki fína heilsukerfið í Norður-Evrópu, þar sem allir fá fría þjónustu.